Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Kjaftur á Sigga Sveins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landslið karla í handbolta hefur valdið þjóðinni gríðarlegum vonbrigðum. Um tíma var talið af mörgum þeirra hrifnæmustu að liðið stefndi þráðbeint á heimsmeistaratitil en það endaði með hálgerðum ósköpum og heimsmeistaradraumarnir brugðust. Í framhaldinu var Guðmundur Guðmundsson, farsæll þjálfari, rekinn. Um liðna helgi dundi svo enn eitt áfallið á liðinu þegar það tapaði fyrir Tékkum með fimm marka mun. Ein af gömlu handboltahetjunum, Sig­urður Val­ur Sveins­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður krefst þess í samtali við Moggann að ­landsliðið vinni sann­fær­andi sig­ur gegn Tékklandi á sunnu­dag­. Það er kjaftur á kappanum. Tapi liðið vill hann senda mannskapinn á togara til loðnuveiða.

Önnur kempa, Sigfús Sigurðsson, sem vann til silfurverðlauna með liðinu á Olympíuleikunum árið 2008 lýsti því í viðtali við Rás 2 að liðið væri ofmetið. Þá vantaði alla stemmningu í kringum liðið.

Öll spjót standa nú á landsliðinu sem fyrir nokkrum vikum var hafið til skýjanna sem verðandi heimsmeistarar Um helgina rennur upp ögurstund þegar í ljós kemur hvernig leikurinn við Tékka fer. Kröfuhörð þjóð mun þá endurskoða dóm sinn  ….

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -