Lítið lát er á kuldakastinu er bitið hefur í bossa okkar Íslendinga að undanförnu.
Í dag verður frost á bilinu 6 til 22 stig; kaldast verður væntanlega inn til landsins norðaustanlands.
Þá verður áframhaldandi norðlæg átt á landinu og víða 5-13 m/s – en að 15 m/s suðaustantil.
Éljagangur verður á Norður- og Austurlandi; annars léttskýjað.
Þá er gert ráð fyrir því að frostið verði álíka mikið næstu vikuna.
Á morgun er til að mynda gert ráð fyrir éljum á norðurhelmingi Íslands, en annars verður bjart, og frost á bilinu 2 til 14 stig.
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson telur að þessi mikli kuldi ernæu herjar á okkur stafi af hreinu heimskautalofti af ísbreiðunum nálægt norðurpólnum.