- Auglýsing -
Leikandi tónlist, lifandi leikur – eru tónleikar þar sem tveir jazztónlistarmenn deila sviðinu með tölvuleikjaspilara í nýrri tegund tónspuna.
Ekki ósvipað lifandi undirspili þögulla bíómynda munu listamennirnir endurskapa tónlist og hljóð tölvuleiksins APE OUT. Isle of Games er hópur listamanna sem hefur það að markmiði að finna nýja áhorfendur og ný umhverfi fyrir tölvuleiki og stórfjölskyldu miðilsins.
Leikendur eru Tumi Árnason (saxófónn), Höskuldur Eiríksson (slagverk) og Sigursteinn J. Gunnarsson (leikmaður). Húsið opnar klukkan 20.30 og leikurinn hefst klukkan 21.
Miðaverð er 2.000 kr.