Niðurstaða skoðanakönnunar Mannlífs leiddi í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þátttakanda er ósáttur með frammistöðu íslenska karlalandliðsins í handhnattleik. Tæp 83 prósent töldu liðið standa mjög illa að vígi. Rétt undir 13 prósentum töldu það standa sig mjög vel. Rúm fjögur prósent gátu ekki mótað sér skoðun.
Íslenska A landslið karla í handbolta átti leik á móti Tjékkum gær. Um er að ræða undankeppni EM 2024 og vann Ísland níu marka sigur, 28-19 í troðfullri Laugardalshöllinni.
Liðin mættust jafnframt á miðvikudaginn í síðustu viku og þá grúttöpuðu Íslendingar fyrir Tékkum, 22-17, í Brno.
Harðyrt ræða hefur átt sér stað um framgang landliðsins, sem hefur átt í basli við að ná markmiðum sínum. Liðinu hefur verið ætlað að vera leiðtogalaus her og leikur þeirra minnt á leik 7. flokks barna.
Hér að neðan má sjá niðurstöðu skoðanakönnuninnar: