- Auglýsing -
Reykjavík Creative Hub er nýlega stofnuð miðstöð kvikmyndafólks sem stendur fyrir mánaðarlegum pallborðsumræðum um kvikmyndir.
Á fimmtudaginn munu Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur, og Lilja Ósk Snorradóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar Bergmál, taka til máls í Iðnó. Að því loknu gefst gestum tækifæri til að kynna sig og hugmyndir sínar og kynnast öðru fólki á sínu sviði.
Eftir viðburðinn verður „happy hour“ á fyrstu hæð Iðnó. Seinna sama kvöld er opnunarhátíð RIFF-kvikmyndahátíðarinnar. Þeir sem eiga miða á hana eru hvattir til að staldra við.
Nánari upplýsingar um Reykjavík Creative Hub eru á Facebook-síðu miðstöðvarinnar.