Starfsmenn bensínstöðvar í hverfi 105 höfðu samband við lögreglu í gær vegna manns sem svaf ölvunanrsvefni á bensínstöðinni. Lögregla mætti á vettvang, aðstoðaði manninn og ók honum til síns heima. Síðar um kvöldið þurfti lögrega að aka öðrum manni til síns heima en sá var ofurölvi á veitingastað.
Skömmu síðar hafði lögregla afskipti af aðila sem var grunaður um sölu fíkniefna og akstur undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt dagbók lögreglu er málið í hefðbundnum farvegi. Í hverfi 107 átti sér stað minniháttar líkamsárás sem nú er á borði lögregla. Auk þess sinnti lögregla hefðbundnu umferðarleftirliti og stöðvaði nokkra ökumenn sem voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.