Fræðimaðurinn og baráttujaxlinn, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun stjórnenda Menntaskólans við Sund að hætta að nota skilgreininguna starfsmannafundur og breyta í staðinn í starfsfólksfundur. Ólína bendir réttilega á að maður nær yfir öll kyn. Fréttablaðið hefur eftir henni að ef látið verði undan kröfum um kynhlutleysi allra orða muni það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir málkerfi og merkingarheim íslenskunnar.
Ólína hefur miklar áhyggjur þegar rokið er til með „vanhugsaðar breytingar“ á orðanotkun og málfari. Hún segir markmiðið eiga fullan rétt á sér en innst útkoman klaufaleg. „Svipað og að nota orðið fiskari í stað orðanna fiskimaður eða sjómaður, eða að þröngva orðinu leghafi upp á hóp fólks sem vill ekkert með það hafa“. Ólína er í baráttuham og gefur ekkert eftir í varðstöðu sinni um íslenska tungu. Hún hefur ekki sagt sitt síðasta orð í þessum efnum …