Heimsfrægi leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson segir á Facebook-síðu sinni að hann upplifi sig „einsog maður sé á lifandi vaxmyndasafni. Mér hefur stundum verið líkt við Orson Welles en nú hefur mér verið falið það verkefni að leika manninn í ítalskri sjónvarpsseríu fyrir bandarísku streymisveituna Paramount+.“
Hann er umvafinn öðrum heimsþekktum leikurum við tökurnar.
„Þetta er byggt á fyrstu árum starfsævi Oriana Fallaci, ítalskrar blaðakonu sem er ein þeirra allra færustu. Hún vildi stíga útúr því að skrifa slúðurdálka og taka alvöru viðtöl. Hún fór til Bandaríkjanna í leit að viðfangsefnum í röðum þekktustu stjarnanna í Hollywood. Þetta gékk heldur brösulega. En hún átti sína bandamenn og einn þeirra var Orson Welles.
Fleiri þekktum Holluwoodstjörnum bregður fyrir i þáttunum og hefur það verið ansi skrautlegt að vera við tökur í Róm undanfarið.“