Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Jón Viðar er ánægður með Tjarnarbíó: „Og hann er fín eftirherma, þó umbanum hans finnist annað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta verður snögg yfirferð og skal nú haldið niður í Tjarnarbíó, miðstöð sjálfstæðu leikhópanna. Ferðir mínar þangað að undanförnu – þrjár nú eftir áramótin – hafa allar verið ánægjulegar,“ segir Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi í nýjasta tölublaði Mannlífs og heldur áfram:

„Ef þið viljið hreina skemmtun sem gerir til okkar hæfilegar vitsmunakröfur (og það þurfum við öll inn á milli), þá skuluð þið drífa ykkur á Óbærilegan léttleika knattspyrnunnar (sakir rýmis sleppi ég hér að telja upp öll nöfn leikara og listrænna stjórnenda, enda eru þau á heimasíðu Tjarnarbíós). Þetta er virkilega fyndin og fjörug kómedía, eða öllu heldur satíra á fótboltadelluna og staðfestir það sem ég og fleiri anti-sportistar hafa alltaf sagt: að keppnisíþróttir, einkum og sér í lagi fótbolti, eru stórhættulegar og geta hæglega rústað lífi þeirra sem ánetjast þeim. Ég hef að vísu sterkan grun um að höfundar og leikarar séu innst inni á öðru máli, og unni þessari göfugu íþrótt í leynum; annars hefði grallaraskapurinn varla hitt eins vel í mark og hann gerir. Það er hressandi hráabragð af textanum sem tveir leikenda hafa skrifað, og léttur ærslabragur yfir leiknum, sem er samstilltur og jafn – og þótt ég nefni engin nöfn má ég til með að geta hins góðkunna alþýðusöngvara Valdimars Guðmundssonar sem fær það vandasama verk að leika sjálfan sig, en gerir það svona líka ljómandi vel. Og hann er fín eftirherma, þó umbanum hans finnist annað.“

Lestu leikhúsgagnrýni Jón Viðars Jónssonar á sýningum í Tjarnarbíói og fleiri stöðum í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -