Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Biðtími eftir niðurstöðu svefnrannsóknar eru sjö til átta mánuðir – Átak samþykkt í október í fyrra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Biðtími eftir niðurstöðu úr kæfisvefnsrannsókn hjá Landsspítalanum er um sjö til átta mánuðir, þrátt fyrir átak sem farið var í fyrir áramót.

Heilbrigðisráðuneytið samþykkti, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítalann, í október í fyrra að leggja til meira fé svo minnka megi langan biðlista eftir svefnöndunartæki og var talað um átak. Kaupa átti þúsund ný tæki en þá voru um 1200 manns sem biðu eftir að komast í meðferð við kæfisvefn. Í dag, 22. mars árið 2023, má manneskja sem fer í kæfisvefnsrannsókn í nótt, búast við að fá niðurstöður úr rannsókninni í október eða nóvember á þessu ári, sem sagt sjö til átta mánuðum síðar. Þrátt fyrir gríðarlega langan biðtíma hefur hann þó styst frá því að átakið hófst en Björg Eysteinsdóttir deildarstjóri svefnrannsókna á Landsspítalanum sagði í viðtali við Bylgjuna í fyrra, að fólk hafi þurft að bíða í átta til fjórtán mánuði eftir svefnöndunartækjum.

Einkenni kæfisvefns eru þreyta og dagsyfja, syfja við akstur, erfiðleikar með einbeitingu og minni, fólk vaknar með höfuðverk, munnþurrk og sáran háls, þörf fyrir að leggja sig á daginn og óþolinmæði.

Kæfisvefn hrjáir þúsundir Íslendinga en samkvæmt Heilsuveru getur ómeðhöndlaður kæfisvefn reynst hættulegur. Þar stendur: Ómeðhöndlaður kæfisvefn getur verið það. Fólk með ómeðhöndlaðan kæfisvefn fær ekki góðan svefn. Það er því þreyttara og með minni einbeitingu sem getur valdið slysum t.d. bílslysum. Kæfisvefn er einn þeirra þátta sem auka líkur á háþrýstingi og því er fólk með kæfisvefn líklegra en annað fólk til að vera með of háan blóðþrýsting. Þeim er einnig hættara við að fá hjartaáfall eða þjást af hjartabilun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -