Hrannar Fossberg Viðarsson var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa skotið mann og konu á bílaplani 10. febrúar 2022. Hann gerði árásina við Þórðarsveig í Grafarholti. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóminn í dag. Hrannari gert að greiða fórnarlömbunum miskabætur upp á 4,5 milljónir króna að viðbættum vöxtum.
Hrannar viðurkenndi fyrir dómi að hafa stórfellda líkamsárás en hafnaði því að hafa ætlað að myrða manninn og konuna. Konan, sem varð fyrir árásinni var fyrrverandi unnusta Hrannars. Hún fékk lífshættulegt skot í kviðinn en maðurinn fékk skot í lærið. Skotmaðurinn var í 30-40 metra fjarlægð frá fórnarlömbunum í farþegasæti bíls þegar hann hleypti af skotunum.
Hann rökstuddi skort sinn á drápsvilja með því að „þá hefði ég bara tæmt hylkið“.
Hrannar skilgreindi manninn sem óvin sinn. Hrannar hafði beðið fyrir framan heimili fyrrverandi kærustu sinnar um nóttina. Bíll hans var kyrrstæður í bílastæði þegar fórnarlambið, 25 ára gamall maður, birtist í leigubíl. Fórnarlambið var þarna komið til að hitta fyrrverandi kærustu hins ákærða. Tók hún á móti honum við bílinn.
Hrannar kallaði til parsins. Maðurinn úr leigubílnum gekk í átt að bílnum. Hinn ákærði skaut tveimur skotum af tæplega 40 metra færi úr farþegasæti bílsins. Hann hæfði konuna sem er tvítug í kviðinn og manninn, sem er 24 ára, í lærið. Konan var í lífshættu um tíma að sögn læknis sem kom fyrir dóminn.
Hrannar fullyrti fyrir dómi að árásin hafi beinst af manninum en konan hafi óvart verið skotin. Hrannar sagði að þeir hafi verið í sitthvorum vinahópnum og átök hafi átt sér stað á milli hópanna.
Skotárásin á Grafarholti hefur orðið kveikjan að fjölmörgum árásum þar sem hnífar og eldsprengjur koma við sögu.