Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Furðulegt uppátæki farþega – Opnaði neyðarútgang og renndi sér út rétt fyrir flugtak

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Farþegi Delta Air Lines var handtekinn á laugardag eftir að hafa opnað eina af hurðum vélarinnar og rennt sér niður neyðarútgangsrennibraut. Flugvélin var tilbúin fyrir flugtak á flugvellinum í Los Angeles þegar atvikið átti sér stað en vélin var á leið til Seattle, að sögn lögreglu.

Atvikið á Delta flugi 1714 átti sér stað um klukkan 10:40 að staðartíma en vélin var kyrrstæð á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Flugvélin, sem er af gerðinni Boeing 737, var á flugbrautinni fyrir flugtak þegar farþeginn fór út úr flugvélinni eftir að hafa virkjað neyðarútgangsrennibrautina.

Starfsfólk Delta náði að handsama manninn áður en lögregla kom á svæðið og handtók hann. „Það er verið að útvega farþegum nýtt flug í nýrri flugvél og við biðjumst velvirðingar á óþægindunum og töfum á ferðaáætlunum þeirra,“ sagði FAA í samtali við fréttamiðilinn CNN í gær.  FAA rannsakar nú atvikið sem er heldur óvanalegt en óljóst er hvað manninum gekk til.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -