Mánudagur 25. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Alveg hægt að sinna tónlist samhliða leiklist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söng- og leikkonan Silja Rós frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband við lagið sitt Who am I sem er af fyrstu plötu söngkonunnar sem kom út árið 2017.

 

Síðastliðið ár hefur verið ansi viðburðarríkt hjá Silju en hún hefur starfað sem söng- og leikkona í Hollywood.

„Margir hafa spurt mig hvort ég sé meiri leikkona eða söngkona en ég hef aldrei getað valið á milli og mér finnst ég ekki þurfa þess. Báðar starfsgreinarnar haldast mjög vel í hendur. Mér finnst ég hafa meiri stjórn þegar kemur að tónlistinni þar sem ég er óháðari öðru fólki. Ég sem alla mína tónlist og texta sjálf og hef svo ráðið upptökustjóra til að hjálpa til við það ferli.

„Báðar starfsgreinarnar haldast mjög vel í hendur.“

Leiklistarverkefnin koma meira í bylgjum og ég var í rauninni bara mjög heppin að hafa fengið nóg af verkefnum meðan ég bjó í Hollywood. En það komu alltaf einhverjar vikur inn á milli þar sem var rólegt og þá gat ég einbeitt mér að því að semja tónlist. Maður getur alveg gert bæði, maður þarf bara að skipuleggja sig vel,” segir Silja Rós en síðastliðið ár tók hún meðal annars þátt í tveimur söngleikjum, lék í stuttmyndum og tók þátt í uppsetningu af Macbeth.

Silja heldur tónleika og frumsýnir tónlistarmyndband við lagið All I Can See næsta föstudag 9. ágúst, á Loft Hostel.

Silja Rós vinnur nú hörðum höndum að nýrri plötu. „Við erum byrjuð að taka upp plötuna, en hún verður töluvert ólík fyrri plötunni minni. Ég vil aldrei standa í stað, mér finnst gaman að prófa ólíkar stefnur og þróa mig sem listamann. Ég er ótrúlega spennt að gefa út nýja efnið en fyrstu lögin á plötunni verða þó ekki væntanleg fyrr en seinna á árinu. Þangað til mun ég þó gefa út efni sem ég vann úti í LA sem er ennþá í sama stíl og fyrri platan mín. Það má segja að ég sé að ljúka þeim kafla og fara yfir í næsta.“

„…mér finnst gaman að prófa ólíkar stefnur og þróa mig sem listamann.“

Myndbandið við lagið Who am I hefur verið í vinnslu í töluverðan tíma en tökur hófust árið 2017 og kláruðust nú í ár. Silja segir að það flækti örlítið hlutina að vera búsett í LA en að lokum tóks þetta.

- Auglýsing -

Kvikmyndakonan Katla Líndal sá um gerð myndbandsins. En Katla lærði kvikmyndagerð í Bond University ásamt því að vera kvikmyndafræðingur. „Þetta er annað myndbandið sem Katla gerir fyrir mig og það þriðja er á leiðinni. Við erum einmitt með tónleika og frumsýningu á tónlistarmyndbandinu við nýjasta lagið mitt All I Can See næsta föstudag 9. ágúst kl 20:30 á Loft Hostel,” segir Silja Rós að lokum.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna Silence.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -