Á dögunum var verktakinn Þorkell Kristján Guðgeirsson dæmdur til að greiða 713 milljónir króna á innan við fjórar vikur ellegar sitja í fangelsi í ár. Hlaut hann dóminn vegna lögbrota í rekstri tveggja félaga sinna. Björn Birgisson samfélagsgrýnir veltir fyrir sér hvorum kostinum fyrir sig.
Sjá einnig: Verktakinn sem lét fólk sofa í svefnskápum: Þorkell fær fjórar vikur til að greiða 713 milljónir
Í nýrri færslu veltir samfélagsrýnirinn beitti, Björn Birgisson fyrir sér dóminum yfir Þorkeli Kristjáni. Vill hann meina að báðir kostirnir, það er að segja það að þurfa að borga 713 milljónir eða að sitja í fangelsi í eitt ár, vera slæma kosti. Hins vegar sé valið varla erfitt. Færsluna má lesa hér að neðan:
„Manni er með dómi gert að borga 713 milljónir króna innan fárra vikna eða að öðrum kosti sitja í fangelsi í eitt ár.