Morgunblaðið er í miklum vanda eftir að slitnaði upp úr samstarfi þess og Fréttablaðsins um dreifingu þegar hið síðarnefnda fór úr aldreifingu í það að vera dreift í verslunum og víðar. Guðbjörg Matthíasdóttir, auðkona og aðaleigandi Morgunblaðsins, og félagar hennar í eigendahópi Árvakurs, glíma við það að standa að mestu ein undir sligandi rekstrinum á Póstdreifingu sem heldur utan um þa verkefni að aldreifa Mogganum á fimmtudögum.
Stjórnvöld eru að leita leiða til að styrkja fjölmiðla enn frekar en gerist nú. Orðrómur er uppi um að Davíð Oddsson og aðrir aðstandendur Moggans leggi ofurkapp á að hærri styrkir nái einungis til áskriftarmiðla. Þannig verði hægt að velta dreifingarvandanum yfir á almenning í stað þess að ganga frekar á gullforða eigendanna …