Sjana Rut var að senda frá sér lagið Ég Horfi Fram Á Við en það fjallar um að festast ekki í fortíðinni og að einbeita sér að því sem er framundan er.
„Ég samdi lagið um persónulega reynslu þegar ég varð fyrir mörgum og erfiðum áföllum í lífinu og tók þá ákvörðun að halda áfram og skilja það allt eftir í fortíðinni, þar á meðal fólkið sem stóð ekki með mér,” segir Sjana.
Lagið hefur fallegan boðskap og geta eflaust margir tengt við hann. Ég Horfi Fram Á Við er annað lagið sem hún gefur út af hennar fyrstu sólóplötu sem kemur út í haust.
Hitt lagið nefnist Hjartsláttur en það kom út í maí og er tileinkað litla krílinu sem Sjana og unnustinn hennar eiga von á í september.
„Það mætti segja að það verða tvær fæðingar í haust! Fæðingin á plötunni minni og litla prinsinum mínum!”
Í kjölfar útgáfu plötunar mun Sjana halda sína fyrstu útgáfutónleika 22. nóvember í Salnum í Kópavogi. Miðasala hefst á Tix.is í ágúst.