Lögregla var kölluð út í gærkvöldi vegna manns sem ,,var með vesen’’ í heimahúsi. Lögrega ræddi við manninn og vísaði honum að lokum út úr íbúðinni. Skömmu síðar var tilkynnt um tónlistarhávaða frá íbúð sem truflaði nágranna mikið. Lögregla ræddi viðhúsráðana sem lofaði að lækka í tónlistinni.
Í Hafnarfirði svaf maður ölvunarsvefni á bar og höfðu áhyggjufullir starfsmenn samband við lögreglu vegna þessa. Þegar lögregla kom á vettvang var verið að vinna að því að koma manninum til síns heima. Þá hafði lögregla afskipti af fimm ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Þrír voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og gengust því undir sýnatöku. Sá fjórði ók gegn rauðu ljósi og sá fimmti var stöðvaður við reglubundið eftirlit þar sem kom í ljós að viðkomandi var ekki með gild ökuréttindi.