Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Móðir fékk handskrifað bréf frá nágranna: „Við yrðum þakklát ef þú gætir tekið smá tillit“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir í Bretlandi varð skelfingu lostin á dögunum þegar henni barst handskrifað bréf frá nágrönnum sínum. „Hæ nágranni, við heyrum brak nánast á hverjum degi sem byrjar snemma á morgnana. Þetta truflar svefninn okkar, sérstaklega um helgar. Við yrðum þakklát ef þú gætir vinsamlega stöðvað hávaðann og tekið smá tillit til nágranna þinna og að þú búir í fjölbýlishúsi þar sem hávaðinn berst um allt. Ef þú getur ekki stjórnað hávaðanum gætum við þurft að leggja fram formlega kvörtun til byggingarstjóra. Þakka þér fyrir tillitssemina.“ 

Móðirin hafði búið í fjölbýlishúsinu í nokkur ár án vandræða og leitaði hún því ráða á samfélagsmiðlum. Að lokum setti hún upp afsökunarbréf í sameign hússins þar sem hún sagði börnin sín vakna klukkan sjö á morgnanna og fara í háttinn klukkan sjö um kvöld. Benti hún á að framkvæmdir mættu hefjast klukkan sjö svo að lætin í börnunum væru óhjákvæmileg. Þá sagði hún son sinn aðeins kasta leikföngum þegar hann upplifði reiðiköst. „Ég held að brakið sem er talað um sé þegar þeir henda leikföngum á morgnana eða hlaupa þar sem við erum með gólfplötur. Við gerum okkar besta,“ sagði móðirin að lokum. Bréfið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og sögðu margir hverjir að hávaði í börnum væri einfaldlega partur af daglegu lífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -