Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

KSÍ vill ekki segja hvort milljarðahöllin í Garðabæ fái vallarleyfi – Benda hvert á annað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erfitt hefur reynst að fá upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Íslands varðandi ákvörðun stjórnarinnar um nýju íþróttahöll Garðabæjar, Miðgarð. Ákvörðun var tekin í fyrradag en stjórnin gefur sér viku til að birta hana.

Stjórn KSÍ fer undan í flæmingi þegar Mannlíf hefur reynt að fá upplýsingar um stöðu milljarðahallarinnar í Garðabæjar, Miðgarðs. Samskiptastjóri bæjarins fullyrti í svari til Mannlífs fyrir nokkrum vikum, að KSÍ hefði ákveðið að gefa knattspyrnuvellinum í Miðgarði undanþágu með því að leyfa knattspyrnuleiki þar í efstu deildum beggja kynja. Unnar Stefán Sigurðsson formaður Mannvirkjanefndar KSÍ hafði svarað Mannlífi og sagt að málið yrði tekið fyrir hjá nefndinni mánudaginn 20. mars. Þá yrði fundargerðin lögð fyrir stjórn KSÍ og birt þar í framhaldinu. Þegar Mannlíf spurði Unnar eftir fundinn 20. mars, hvaða ákvörðun hafi verið tekin varðandi Miðgarð var svarið á þá leið að stjórn KSÍ tæki málið fyrir á fundi þann 29. mars.

Degi eftir þann fund spurði Mannlíf Unnar út í niðurstöðuna í málinu. „Stjórnarfundur í gær þar sem þetta var eitt af umræðuefnunum. Stjórnin hefur núna viku til að birta fundargerðina og á meðan þeim tíma stendur vil ég ekki tjá mig um þetta mál.

Vorum einnig sammála í gær, á stjórnarfundinum, að allar umræður um málefni sem snúa að KSí skulu framvegis fara í gegnum formann KSí. Ég vil því vísa þér á að hafa samband við Vöndu.“

Mannlíf sendi samdægurs fyrirspurn á Vöndu Sigurðardóttur, formaður KSÍ um vallarleyfið en ekkert svar barst frá henni en Unnar Stefán svaraði: „Eftir spjall þá var ákveðið að öllum fyrirspurnum um mannvirkjamál skal beina til Fannars Helga, sem er starfsmaður KSí í mannvirkjamálum.“

Fannar Helgi fékk sömu fyrirspurn frá Mannlífi en svaraði á þessa leið: „Vitna í svar Unnars formanns Mannvirkjanefndar KSÍ til þín núna í morgun.

- Auglýsing -

“Stjórnarfundur í gær þar sem þetta var eitt af umræðuefnunum. Stjórnin hefur núna viku til að birta fundargerðina og á meðan þeim tíma stendur vil ég ekki tjá mig um þetta mál.„

Við getum svarað þér frekar varðandi þetta mál fyrir lok miðvikudagsins í næstu viku.“

Það er því ljóst að stjórn KSÍ vilji gefa sér góðan tíma til að gefa upplýsingar um það hvort milljarðahöllin í Garðabæ fái undanþágu sem keppnisvöllur fyrir efstu deildir knattspyrnunnar eða ekki. Undanþáguna þarf höllin vegna lofthæðarinnar en hún er 14 metrar en lágmarkshæð á löglegum velli eru 20 metrar. Þá sjá áhorfendur ekki nema 80 til 85 prósent af vellinum því stúkan er byggð of nálægt vellinum en enga undanþágu þarf þó fyrir slíkt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -