Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Handtóku eina konu og tvo karlmenn eftir að feðgar fundust látnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír hafa verið handteknir eftir að feðgar voru skotnir til bana í tveimur þorpum í Bretlandi fyrr í vikunni.  Lögreglan í Cambridgeshire fann lík 32 ára karlmanns í Meridian Close, Bluntisham, um klukkan á miðvikudagskvöld. Skömmu síðar fann lögregla lík 57 ára karlmanns í Sutton. Fórnarlömbin voru Gary Dunmore og sonur hans Josh Dunmore.

Þá handtók lögregla 27 ára karlmann og 33 ára konu í Cambridge á fimmtudaginn og síðar sama dag var 68 ára karlmaður handtekinn á Worcester svæðinu. Öll eru þau grunuð um að eiga aðild að morðunum. Lögregla sendi frá sér tilkynningu þar sem kom fram að rannsókn málsins stæði enn yfir. „Við teljum ekki að það sé nein viðvarandi hætta fyrir almenning í Cambridgeshire,“ sagði meðal annars í tilkynningu lögreglu. Ennfremur óskaði lögregla eftir því að möguleg vitni í málinu gæfu sig fram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -