Lögreglu var tilkynnt um einstakling sem hafði komið sér inn í fatagám í austurborginni. Sá sem klagaði fór fram á að hinum yrði veitt tiltal. Engar skemmdir voru unnar á gámnum.
Mikið var um að vera hjá lögreglunni í nótt, enda mánaðarmót og margir komnir með lausafé til að skemmat sér.
Nokkur fjöldi ökumanna var staðinn að verki við akstur undir annarlegum áhrifgum, ýmist drukknir eða dópaðir. Þá voru innbrotsþjófar á sveimi og ofbeldismenn létu hendur skipta. .
Dularfullt mál kom upp í Háleitshverfi þar sem tilkynnt var um nakta konu á svölum fjölbýlishúss. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var allt með kyrrum kjörum og nakta konan horfin. Þar með lauk málinu. Lögreglan greip einnig í tómt þegar tilkynnt var um unglingadrykkju í samkvæmi í miðborginni. Reynist vera um gabb að ræða.
Í Mosfellsbæ varð íbúa nokkrum ekki svefnsamt vegna unglinga sem sóttu að heimili hans og börðu á dyr og glugga. Þegar lögreglan kom á vettvang voru hrekkjalómarnir horfnir á braut og allt fallið í ljúfa löð.