Þriðjudagur 28. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Lét lífið í svefni eftir að læknar sögðu hana vera á breytingaskeiði: „Ég vil ekki hræða neinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sarah Hawkes, 45 ára, lést í svefni á heimili sínu í Newcastle. Það var ekki fyrr en eftir að krufning var framkvæmd sem fjölskyldan fékk að vita að Sarah hafði verið með fjórða stigs krabbameinsæxli í heila. Hún hafði leitað til læknis vegna einkenna sinna, henni þá sagt að hún væri á breytingaskeiði.

„Hún leitaði til læknis með slæmt mígreni, minnisleysi og heilaþoku. Henni var sagt að þetta væri tengt breytingaskeiðinu. Einkennin voru svo slæm og hún vissi að eitthvað væri ekki í lagi. Eftir margar læknaheimsóknir fékk hún loks í gegn að fara í heilaskanna. Hún lést áður en það kom að tímanum,“ sagði eiginmaður Söruh, James. Hann vill hvetja alla til fylgja innsæinu og berjast fyrir því að svona lagað sé athugað að fullu.

„Að vissu leiti er ég glaður að hún hafi ekki þurft að þjást meira. Æxlið var komið á það stig að vera ólæknanlegt, hún hefði getað átt í mesta lagi eitt ár eftir ólifað. Það hefði verið hræðilegt fyrir hana og börnin okkar. “

Sarah og James eiga tvö börn. Hún starfaði sem félagsfræðingur og vann með börnum með námserfiðleika. Kvöldið fyrir andlát Söruh hafði hún kvartað yfir hræðilegum höfuðverk.

„Um morguninn fór ég á fætur og með börnin í skólann. Sarah hafði vakað fram á nótt svo ég vildi leyfa henni að sofa. Ég fór svo út að hjóla og fékk mér hádegismat en þegar hún var ekki enn vöknuð um eitt leytið fór ég og athugaði með hana,“ segir James sem kom að eiginkonu sinni látinni.

- Auglýsing -

„Ég vil ekki hræða neinn, heldur vekja athygli á mikilvægi þess að berjast fyrir því að svona alvarlegir kvillar séu rannsakaðir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -