Hjörvar Hafliðason er á því að eldri leikmenn í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hætti að gefa kost á sér verði Rúnar Kristinsson ráðinn landsliðsþjálfari.
Rúnar er einn af þeim er talinn er líklegur sem arftaki Arnars Þórs Viðarssonar, sem var rekinn fyrir helgi.
„Rúnar á barn í þessu liði, nennir þú þessari sveitamennsku? Hvað heillar þig? Er Það KR Fótboltinn,“ sagði Hjörvar Hafliðason í nýjasta þætti Dr. Football en Rúnar Alex Rúnarsson, sonur hans ver mark landsliðsins.
Hins vegar var Jóhann Már Helgason, sérfræðingur þáttarins, klár á því að Rúnar svo sannarlega að taka við.
„Hann myndi nota skapalónið sem virkar, hann myndi nota það. Hann myndi spila þann fótbolta sem Lars og Heimir gerðu; hann veit að það virkar. Vörnin hjá KR, sóknarleikur er vandamálið. Það var talað um fyrir nokkrum árum síðan að hann myndi taka.“