Hannes Steindórsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir í nýlegri Facebook-færslu, að það eitt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði, til bjargar fjölmiðlum í landinu, dugi ekki til.
Færsluna ritaði Hannes í gær, í tilefni þess að Fréttablaðið fór á hausinn ásamt sjónvarpsmiðlinum Hringbraut og 100 manns missti vinnuna. Segist Hannes ekki taka afstöðu til þess hvort taka þurfi Rúv af auglýsingamarkaði en bendir á að það eitt myndi sennilega ekki duga til þess að bjarga einkareknum fjölmiðlum á Íslandi. Segir bæjarfulltrúinn að með breytingu á skattalögum væri hægt að sækja pening til eigenda samfélagsmiðla sem hirði gríðarlegar upphæðir í auglýsingatekjur frá fjölmiðlunum. Færsluna má lesa hér að neðan.
„Það voru sorgarfréttir í gær þegar 100 einstaklingar misstu vinnuna án nokkurs fyrirvara. Fáir ef einhverjir starfsmenn fengu að vita neitt fyrr en í gær. Sem þýðir að um 100 eintaklingar höfðu engan aðlögunartíma til að leita sér að annarri vinnu. Fáir ef einhver fjölmiðill á Íslandi hefur skilað hagnaði síðastliðin ár, þó eru undantekningar þar sem ákveðnir fjölmiðlar eru einnig í rekstri fjarskipta fyrirtækja og er hagnaður af þeim rekstri og svo einn fjölmiðill sem fær milljarða í styrki. Það eru skiptar skoðanir hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði. Tekjur RÚV af auglýsingum árið 2021 nam um það bil tveimur milljörðum.