Fall Fréttablaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hefur valdið miklu umróti á markaðnum. Ekki er talið að Fréttablaðið eigi sér viðreisnar von í óbreyttri mynd. Aftur á móti eru þegar hafnar þreifingar um endurreisn Hringbrautar. Hermt er að Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi aðalritstjóri útgáfu sjónvarpsstöðvarinnar, og fleiri honum tengdir hafi fullan hug á að taka við rekstrinum. Það veltur aftur á móti á því að Torg verði gefið upp til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri takið við skuldum og eignum útgáfunnar. Sigmundur Ernir hefur verið viðloðandi Hringbraut frá upphafi og markað spor sín þar eftirminnilega með þáttum á borð við Mannamál sem hafa fyrir löngu skipað sér sess í fjölmiðlasögunni …