Lögregla þurfti að kalla til sjúkrabíl í gærkvöldi vegna slyss þar sem maður hafði dottið og hlotið áverka. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvernig slysið átti sér stað en sjúkralið kom á vettvang og hlúði að manninum.
Fyrr um kvöldið tók lögregla upp klippurnar í nokkrum hverfum í nótt og fjarlægði skráningarmerki af sex bifreiðum. Fjórar vegna vanrækslu á aðalskoðun en hinar tvær bifreiðarnar voru ótryggðar. Síðar um kvöldið var lögregla kölluð út vegna ágreinings milli tengdra aðila og stuttu síðar hafði afskipta af manni sem hafði fíkniefni í fórum sínum. Þá stöðvaði lögregla nokkra ökumenn fyrir hraðakstur en einn þeirra er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.