Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi fjárfestingafélagsins Novator, er eini Íslendingurinn á auðmannalista Forbes. Athygli vekur að athafnamaðurinn Davíð Helgason, er horfinn af listanum. Davíð stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Unity og var á seinasta ári talinn vera einn af 270 ríkustu mönnum heims. Viðskiptablaðið segir fall hans einkum ráðast af falli hlutabréfa í Unity. Davíð er bróðir Egils Helgasonar sjónvarpsmanns og eins helsta gæðings Ríkisútvarpsins.
Björgólfur Thor er dúkkaði fyrst upp á lista Forbes árið 2005 en datt út í kjölfar bankahrunsins. Óhætt er að segja að honum hafi tekist vel að rétt af fjárhag sinn því hann er núna í 1.217 sæti á auðmannalistanum. Äð baki því mati eru auðævi sem nema 340 milljörðum íslenskra króna …