Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Sekur um kynferðisbrot gegn unnustu frænda síns: „Væntanlega sé ég eftir því sko“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungur maður var dæmdur sekur í héraðsdómi Austurlands í gær „fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt 14. ágúst 2022, inni í herbergi, strokið yfir rass A og strokið yfir og káfað á kynfærum hennar, allt utanklæða, þar sem hún lá upp í rúmi.“

Brotaþoli og gerandi voru í sama vinahópi. Vinateiti var haldið heima hjá brotarþola en hún bjó hjá þáverandi unnusta sínum og fjölskyldu hans. Gerandinn er frændi unnusta brotaþola. Í viðurvist tveggja vina sinna káfaði hann á brotaþola, bæði á rassi og kynfærum en hann hélt að hún væri sofandi. Vinirnir tveir voru að spila tölvuleik og sneru baki í brotaþola og geranda. Eitthvað var um neyslu áfengis í gleðskapnum en ekki er að fullu ljóst hversu mörg þeirra voru undir áhrifum. Nokkuð víst þykir þó að gerandinn hafi verið talsvert ölvaður.

„Aðspurður  af  rannsakara  um  afstöðu  til  kæruefnisins  og  hvort  hann  hefði brotið gegn brotaþola svaraði ákærði samkvæmt skýrslu lögreglu: „Ég  veit  ekki  hvað  ég  á  að segja sko. … Já, ég alveg geri það sko. …Og væntanlega sé ég eftir því sko. …Og ekki bara það heldur þú veist ég bara, þetta, þetta er bara svo heimskulegt finnst mér að kæra mig fyrir þetta af því að ég eyðilagði ekki líf þeirra sko, þau, eru að eyðileggja lífið mitt akkúrat núna sko…. Bara þau eru að dreifa þessu og, og í gegnum allan skólann sko. …Milli vina og vinkvennanna bara já. Var að segja að ég sé perri fyrst af öllu,“ segir í dómi.

Ákærði neitaði sök og sagðist einungis hafa snert mjöðm brotaþola í tilraun til að vekja hana.

„Hún var að athuga hvað við vorum að gera, en rotaðist bara í rúminu. … Og ég var að segja bæ við E og C hjá  tölvunni  og  svo  sá  ég  hana (brotaþola) kreppta saman í rúminu, eins og það væri eitthvað að þannig að ég greip utan um mjöðmina og var eitthvað að hrista hana til eitthvað, … pínu … bara að tékka á hvort að væri ekki lagi með hana. … ég kallaði bara nafnið hennar og sagði bara; „Halló“ … Og svo bara var hún ekkert að svara og var ekkert að opna augun … þegar ég var að kalla 15á hana. … Hún bara lá þarna uppi í rúmi, … með sængina pínu yfir sig … á milli hnjáa og mittis … og var eiginlega hálf sofandi sko … hún var í buxum, hún var íbol, hún var bara í öllum fötum sko.“ Nánar  aðspurður  neitaði  ákærði  þeirri  frásögn  brotaþola  að  hann  hefði  í  greint sinn komið við líkama hennar á kynferðislegan hátt í um hálfa mínútu. Ákærði staðhæfði að fyrrgreind snerting hans hefði aðeins varað í um 5 sekúndur, og áréttaði að hann hefði ekki strokið yfir rass brotaþola og þá ekki strokið yfir og káfað á kynfærum hennar, utan klæða.“

Ákærði nefndi fyrir dómi skilaboð sem brotaþoli sendi honum stuttu eftir atburðinn. Hann sagðist vera „leiður og svekktur“ yfir skilaboðunum sem voru að hans sögn ljót.

- Auglýsing -

Ákærði: „Er  ekki  hægt  að  sættast?/tala.“

Brotaþoli: „Nei.“

Ákærði: „Af  hverju ekki?“

- Auglýsing -

Brotaþoli: „Þú  káfaðir  a  mer.  Þu  kafaðir  a  mer  af  þvi  þu  helst  að  þu  myndir komast  upp  með  það  af  því  ég  virtist  vera  sofandi.  Það  er  virkilega  ogeðslegt.“        

Ákærði: „Það er bara so sorry svo mikið bull. Af hverju ætti ég að gera það með C og E í sama herbergi??? … Plús ert með frænda mínum … Ég vil ekki að þetta fari svona.“

Brotaþoli: „Æ æj. Grey þú.“

Ákærði: „Er ekki best að tala.“

Brotaþoli: „Nei.“

Ákærði: „með C. (unnusti brotaþola)“

Brotaþoli: „Láttu mig vera.“

Ákærði. „Nei.“

Brotaþoli: „Ég vil líka að þú vitir að  ég  er  búin  að  fara  með  þetta  til  lögreglunnar  og D sagði  sína  sögu.  Ég  er  að  fara  í skýrslutöku  á  morgun.  Hættu  svo  að  fokking  tala  við  mig ogeðslegi  helvitis  aumingi. Rotnaðu í helvíti … Þú att verra skilið en bara kæru. Sættu þig bara fokking við það að þú er creep að þu ert aumingi Og að Enginn mun fokking lita sömu augu a þig.“

Ákærði: „Ég vil alveg virkilega ekki að þetta fari svona.“

Brotaþoli: „Þú gerði eitthvað ogeðslegt faceaðu það …“ Ákærði: „Og hvað mun koma fá þessu.“

Brotaþoli: „?“

Ákærði var dæmdur sekur og gert að greiða brotaþola hálfa milljón í skaðabætur. Einnig var honum gert að greiða allan málskostnað sem hljómaði upp á rúmar 2,2 milljónir. Hann fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm.

Dóminn má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -