Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Áskell sviptur veiðileyfi: „Landhelgisgæsla hefur kært brot til lögreglustjórans á Suðurnesjum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Togarinn Áskell ÞH-48 hefur verið sviptur veiðileyfi í fjórtán daga, frá 1.maí til 14.maí næstkomandi. RÚV greindi frá.

Veiðieftirlitsmaður Fiskistofu notaðist við dróna til þess að góma bátsmenn við brottkast. Dróninn flaug yfir togaranum í 48 mínútur og á þeim tíma var 74 fiskum hent aftur í sjóinn en brottkast hefur tíðkast lengi. Samkvæmt lögum á að landa öllum afla sem veiddur er, þá á að vigta hann og skrá. Fiskistofa telur málið vera alvarlegt brot en ekki sé hægt að úrskurða um hvort ásetningur hafi verið til staðar en ljóst þykir að um alvarlegt aðgæsluleysi sé að ræða. Talið er að ávinningur hljótist af þessu og er brotið því flokkað sem alvarlegt.

page1image59267168
Úr úrskurði Fiskistofu
Síðan Fiskistofa fór að notast við dróna í eftirliti sínu í ársbyrjun 2021 hefur brottkastsmálum fjölgað gífurlega. Árið 2019 voru þau 26 en næsta ár voru þau orðin 140. Brottkast hefur sést í um 40% þeirra báta sem Fiskistofa hefur fylgst með.
Landhelgisgæslan hefur kært brotið til lögreglustjórans á Suðurnesjum.   

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -