Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Dánarorsök rapparans opinberuð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rapparinn Artis Leon Ivey Jr. var þekktur undir listamannanafninu Coolio. Hann lést þann 22.september síðastliðinn á heimili vinar síns í Los Angeles, aðeins 59 ára gamall.

Fjölskylda Coolio fékk niðurstöður úr krufningu hans á fimmtudaginn þar sem í ljós kom að orsök andlátsins hafi verið of stór skammtur af verkjalyfinu Fentanyl. Lyfið er skylt morfíni en er um hundrað sinnum sterkara og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Misnotkun lyfsins hefur færst töluvert í aukana síðastliðinn áratug.

Einnig fundust sannanir þess að rapparinn hafi verið undir áhrifum amfetamíns og heróíns.

Coolio gaf út sína fyrstu plötu, It takes a  thief árið 1994. Næsta ár gaf hann út smáskífuna Gangsta‘s paradise sem er líklega hans þekktasta lag.

Hann var tilnefndur til sex Grammy verðlauna og vann einu sinni. Hann skilur eftir sig tíu börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -