Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Konan sem taldi sig vera Madeleine McCann tjáir sig eftir DNA rannsókn: „Ég vildi aldrei umfjöllun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Julia Wendell, 21 árs konan sem taldi sig vera Madeleine McCann, tjáði sig í fyrsta sinn eftir að DNA niðurstöður leyddu í ljós að hún sé ekki litla stelpan sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007.

Margir voru sammála því að Julia væri lík Madeleine og fékk hún samþykki foreldra stúlkunnar til þess að fara í DNA rannsókn. Julia var fædd í Póllandi og sýndi rannsóknin fram á það að hún ber 100% pólskt DNA en Madeleine er bresk.

Julia hefur fengið neikvæð viðbrögð og margir segja hana einungis halda þessu fram til að fá athygli. „Ég sagðist aldrei vera Madeleine heldur sagði ég alltaf bara að það gæti verið. DNA prófið sýndi fram á að ég sé ekki í sama blóðflokk og foreldrar mínir en ég er engu nær. Ég vildi aldrei alla þessa umfjöllun, ég gerði þetta ekki fyrir athygli eða frægð“

Undarlegt hvarf litlu stúlkunnar er því enn óleyst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -