Í fyrrinótt réðust rússneskir herflokkar á úkraínsku borgina Zaporizhzhia og drápu 11 ára stúlku og fimmtugan föður hennar.
Samkvæmt útlagamiðlinum rússneska, Meduza, gerðu rússneskir herflokkar árás á borgina Zaporizhzhia í fyrrinótt. Haft er eftir neyðarþjónustu svæðisins, að einkaheimili hafi skemmst og varð eldi að bráð í árásinni. Létust tvær manneskjur í brunanum, 11 ára stúlka og fimmtugur faðir hennar. Björgunaraðilar drógu móður stúlkunnar, 46 ára úr rústunum en hún var á lífi. Skotið var á fleiri heimili en enginn særðist í þeim árásum.
Hindustan Times segir að Anatoliy Kurtev, ritari borgarstjórnar Zaporizhzhia hafi sagt á Telegram-reikningi sínum að tvær eldflaugar hefðu eyðilagt byggingu og skemmt tugi annarra í næturárásinni. „Bölvaðir rússnesku hryðjuverkamennirnir réðust aftur á Zaporizhzhia og tóku mannslíf,“ skrifaði hann.