Aðstoðardómarinn Contantine Hatzidakis mun ekki dæma fleiri leiki í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu á meðan rannsókn stendur yfir vegna atviks þar sem hann virðist gefa Liverpool varnarmanninum Andy Robertson olnbogaskot.
Hatzidakis gaf Robertson olnbogaskot í hökuna eftir að skoski landsliðsmaðurinn nálgaðist hann eftir fyrri hálfleik Liverpool og Arsenal á sunnudaginn. Leikurinn endaði 2-2.
Atvikið náðist á myndskeiðum og er nú rannsakað af enska Knattspyrnusambandinu. Aðstoðardómarinn mun ekki dæma leiki á meðan á rannsókninni stendur.
Fyrrum miðvörður Manchester, hinn umdeildi Roy Keane lýsti hinum 28 ára Robertson sem „stóru barni“. „Hann greip fyrst í línuvörðinn,“ sagði Keane á Sky Sports. „Robertson ætti að hafa meiri áhyggjur af varnarleik sínum. Haltu bara áfram með leikinn.“
Til gamans má geta þess að Roy Keane fékk alls 8 leikja bann og 25 milljón króna sekt árið 2002 fyrir eina hryllilegustu tæklingu í sögu Úrvalsdeildarinnar er hann sparkaði af miklu afli í Alf Inge Haaland, föður hins óstöðvandi Erlin Haaland, framherja Manchester United í leik Man. United og Man. City árið 2001.
Hér er hægt að sjá olnbogaskotið: