Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Önnur stjarna lést af völdum fentanyl ofskömmtunar – Lék í bestu mynd ársins 2018

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dánarorsök leikarans Frank Vallelonga Jr. hefur nú verið opinberuð en leikarinn fannst látinn á gangstétt í Bronx-hverfinu í New York þann 28. nóvember síðastliðinn.

Frank Vallelonga Jr. sem þekktastur var fyrir Óskarsverðlaunamyndina Green Book, lést af völdum ofskömmtun fyrir slysni, á fentanyl og kókaíni. Er þetta annað andlát stjörnu þar sem fentanyl kemur við sögu, á stuttum tíma en rapparinn Coolio lést í september af völdum ofskömmtunar á fentanyli en einnig fannst heróín og amfetamín í blóði hans.

Dánarorsökin fengust staðfest hjá vefmiðlinum Deadline.

Eftir að Vallelonga lést var lík hans skilið eftir á gangstétt í Bronx í lok nóvember á síðasta ári. Leikarinn var sextugur er hann lést. Lögreglan brást við neyðarlínusímtali og fann Vallelonga látinn á vettvangi. Opinber dánarorsök er „bráðaeitrun vegna samsettra áhrifa fentanýls og kókaíns.“

Vallelonga Jr. lék að mestu í litlum hlutverkum á yngri árum, meðal annars í The Sopranos þar sem faðir hans, Vallelonga Sr. lék glæpaforingjann Carmine Lupertazzi en hann lést árið 2013.

Árið 2018 birti þó heldur betur yfir leikaraferli Vallelonga Jr. en þá lék hann í kvikmyndinni Green Book, sem valin var besta kvikmyndin á Óskarsverðlaununum það árið. Myndin fjallaði um föður Vallelonga Jr. en hann var bílstjóri hörundsdökks píanista á sjöunda áratug síðustu aldar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Viggo Mortensen lék aðalhlutverkið en Vallelonga Jr. lék föðurbróður sinn. Bróðir hans, Nick, var einn af handritshöfundum kvikmyndarinnar.

Hinn 35 ára Steven Smith, íbúi Bronx, var handtekinn og kærður í tengslum við andlát leikarans, fyrir að fela líkið.

- Auglýsing -

Frank Vallelonga Jr. lét eftir sig eiginkonuna Angelu, soninn Frank og bróðirinn Nick.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -