Hljómsveitin Ottoman brýst fram á rokksenu landsins með látum, með útgáfu lagsins Perfect Way to Go.
Óhætt er að segja að sveitin sói engum tíma við að kynna efni af væntanlegri fyrstu plötu sinni fyrir heiminum, þar sem Perfect Way to Go fylgir fast á hæla útgáfu fyrsta lags sveitarinnar, Fire in the Hole, sem kom út í febrúar. Síðustu ár hefur sveitin, sem er undir áhrifum frá hljómsveitum eins og Queens of the Stone Age og Arctic Monkeys, spilað á tónlistarhátíðum og túrum. Loks fór hún í hljóðver til að taka upp efnið, sem er blanda af fersku, taktföstu rokki og átakanlegum textum og hefur verið í mótun á sviði. 2019 verður því stórt ár hjá Ottoman.