Lögregla var kölluð út á hótel í miðbænum í gærkvöldi en þar var ölvaður einstaklingur sem lét illa og var til vandræða. Lögregla ákvað að handtaka manninn og vista í fangaklefa þar til runnið var af honum. Fyrr um kvöldið hafði lögregla afskipti af einstakling í hverfi 108 en sá var grunaður um vörslu fíkniefna.
Á bráðamóttöku var nóg að gera en einn einstaklingur þar varð til svo mikilla vandræða að kalla þurfti til lögreglu. Manninum var ekið til síns heima. Síðar um kvöldið var brotist inn í fyrirtæki í Kópavogi. Samkvæmt dagbók lögreglu liggur ekki fyrir hvort þjófarnir höfðu eitthvað á brott með sér en lögreglan rannsakar málið. Að öðru leyti var nóttin hin rólegasta hjá lögreglu.