- Auglýsing -
„Benzín á Canary núna áðan 1.294 EUR eða 192.60 ISK,“ segir Engilbert Runólfsson á Facebook síðu sinni á dögunum. Þar vekur hann athygli á því hvort einhver ætli virkilega að halda því fram að eðlilegt bensínverð á Íslandi sé um 320 til 330 krónur. Einnig nefnir hann að Canary sé eyja eins og Ísland og þar af leiðandi er flutningskostnaður inn í þessu verði.
Það er tæplega 70 prósent verðmunur á bensíni á Íslandi og Kanaríeyjum. Ef þú keyrir hringveginn sirka 1500 kílómetra á bensín bíl og miðar við að eyða átta lítrum á hundraði þá kostar það þig tæplega 40.000 krónur hér á Íslandi. En ef þú keyrir sömu vegalengd á Kanaríeyjum kostar það þig 23.000 krónur.
Ódýrasta bensínverðið í dag er hjá Orkunni. Þar kostar líterinn 296,7 krónur en dýrastur er líterinn hjá N1, 324,7 krónur. Þú getur alltaf séð nýjasta bensínverðið á bensinverd.is