Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Þröstur Leó lenti í sjávarháska: „Ég fæ sjóinn upp að hnjám en ég er alveg pollrólegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Svo stend ég bara þarna aftur á og við erum að taka síðasta pokann. Allt í einu deyr báturinn bara með dynk. Ég fæ sjóinn upp að hnjám en ég er alveg pollrólegur,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson, einn ástsælasti leikari okkar Íslendinga í nýju tímariti Mannlífs um þá lífsreynslu að vera um borð í sökkvandi skipi. Hann ólst upp sjávarþorpi og fór hann því ungur á sjóinn, en nokkrum árum síðar lá leið hans til Reykjavíkur þar sem hann ætlaði sér að verða bifvélavirki. Móðir hans ýtti honum að lokum út í leiklistina og er hann sennilega frægari fyrir leiklistarferil sinn en sjómennskuna. Árið 2015 mátti minnstu muna að hann ásamt allri áhöfninni færist með bátnum. Sjávarháskinn var gríðarlegt áfall fyrir Þröst og þurfti hann að gera hlé á leiklistinni til þess að ná aftur heilsu. Einn fórst í slysinu þegar Jón Hákon BA sökk. Saga Þrastar frá þessum örlagaríka degi er átakanleg.

Ljósmynd: Kazuma Takigawa

Þröstur ólst upp á Bíldudal, byrjaði ungur að hanga í kringum beitningarskúrana og var kominn á sjó sextán ára. Hvað togaði hann á sjóinn?

„Þetta, að alast upp í sjávarþorpi þar sem allt snýst um sjóinn fór einhvern veginn í blóðið. Maður fór snemma að beita, fara niður í beitningarskúra og hanga þar. Það voru allir félagarnir að hugsa um að fara í Stýrimannaskólann og ná í pungaprófið, þannig að það var einhvern veginn ekkert annað sem mig langaði að gera. Þetta var svo gaman, því það voru tvær áhafnir í sama skúrnum að beita, mikið stuð og skemmtilegt.“ Podcastviðtalið er að finna hér. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -