Hljómsveitin Of Monsters And Men mun gefa út sína þriðju breiðskífu þann 26. júlí og mun hún bera heitið Fever Dream.
Fyrr í vikunni sendi sveitin frá sér lagið „Alligator” sem tekið er af væntanlegri plötu. Nanna Bryndís Hermannsdóttir var nýlega í viðtali hjá breska tónlistarvefnum NME en þar kemur hún inn á að nýja platan verði talsvert frábrugðin fyrri verkum.
Fever Dream hefur að geyma meiri kraft en fyrri plötur og liðsmenn sveitarinnar voru óhrædd við að fara nýjar leiðir í lagasmíðum sínum.
Mikil eftirvænting er eftir plötunni en hún kemur formlega út seint í júlí. Nú er hins vegar hægt að forpanta plötuna og verður hún fáanleg með nýju plötuumslagi daglega. Hægt er að forpanta plötuna hérna.
Hér fyrir neðan má sjá lagalista plötunnar.
Alligator
Ahay
Róróró
Waiting for the snow
Vulture, vulture
Wild Roses
Stuck in gravity
Sleepwalker
Wars
Under the dome
Soothsayer