Kristinn Hrafnsson veltir fyrir sér stöðu fjölmiðla í dag eftir að Facebook ritskoðaði hann.
Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson var ritskoðaður af Facebook á dögunum en þá hafði hann birt færslu um frétt sem skrifuð var af Pulitzer-rannsóknarblaðamanninum Seymour Hersh. Frétt Hersh fjallaði um meinta spillingu yfirvalda í Úkraínu en Facebook merkti greinina sem falsfrétt.
„Fyrr í vikunni birti ég færslu hér á facebook um blaðamennsku og fjölmiðla – sem er dulítið áhugasvið mitt. Það leiðir aftur á móti til þess að liðssveinar Zuckerbergs settu alvarlega varúðarmerkingu á grein sem fylgdi færslunni og sögðu hana falsfrétt. Dreifing hennar var hindruð. Jafnframt fékk ég tilkynningu þess efnis að ef ég héldi uppteknum hætti og dreifði falsfréttum myndi Zuckerberg löggan gera mig minna sýnilegan á samfélagsmiðlinum eða grípa til róttækari aðgerða, jafnvel gera mig ósýnilegan með öllu.
Þetta er mjög skemmtilegt og fullkomið tækifæri til að fjalla aðeins meira um fjölmiðla og blaðamennsku,“ skrifaði Kristinn í upphafi færslunnar.
Eftir að hafa útskýrt ritskoðunina vildi Kristinn einblína á fjölmiðlahliðina á málinu.
Vonandi sjá allir hættuna sem blasir við.“
Færluna má lesa í heild sinni hér að neðan: