Tónlistarmaðurinn Guðjón Böðvarsson eða Gud Jon eins og hann kallar sig, var að senda frá sér fimm laga EP-plötu (stuttskífu) sem ber heitið Holmgang.
Platan er öll tekin upp í Family Day Recordins Studio, á lítilli eyju rétt hjá Noregi. „Það búa mjög fáir á eyjunni og lítið símasamband,“ segir Guðjón spurður út í staðsetninguna. „Fullkomið til að taka upp í ró og næði.”
Guðjón sem gaf út sitt fyrsta lag aðeins tíu ára er búsettur í London þar sem hann vinnur að tónlist sinni. Um síðustu jól sendi kappinn frá sér jólalagið You remind me og var það tekið upp í hinu víðfræga hljóðveri Abbey Road. Lögin eru frekar ólík innbyrðis en platan sjálf í afslappaðri kantinum, að sögn Guðjóns. Hægt er að hlusta á hana á öllum helstu streymisveitum og á Albumm.is.