Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Þver veitingahússgestur neitaði að greiða reikninginn og óskaði eftir aðstoð lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu má sjá að nóttin hefur veriði æði annasöm enda margar tilkynningar skráðar. Ber þá helst að nefna að óskað var eftir aðstoð lögreglu að veitingahúsi í miðborginni. Þar var þver einstaklingur sem lét sér ekki segjast og neitaði að borga reikninginn sinn og hann óskaði sjálfur eftir aðkomu lögreglu. Viðkomandi var því fluttur á lögreglustöð þar sem honum kynnt að hann yrði kærður fyrir fjársvik. Hann gekk því næst laus og saddur út í laugardagskvöldið.

Þá barst tilkynning um einstakling sem sveiflaði hníf hægri og vinstri í miðborginni. Var hnífasveiflarinn handtekinn grunaður um vopnalagabrot og vistaður í þágu rannsókn málsins.

Tilkynnt um veiðiþjófnað í Kópavogi. Er lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir veiðimanninn og tilkynntu honum að ekki væri leyfilegt að veiða í ánni. Þar sem hann var aflalaus var hann því laus allra mála.

Lögreglunni barst tilkynning um bifreið sem underlegt nokk var uppi á grjóti. Lögreglan hafði upp á skráðum eiganda sem kvaðst ætla að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi bifreiðina.

Víða úr borginni bárust tilkynningar um slagsmál og ólæti sem og einstaklinga sem voru í annarlegu ástandi sökum ölvunar og notkunar vímuefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -