Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Ný Barbie dúkka brýtur blað í sögunni: „Við viljum ekki vera falin frá alheiminum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikfangaframleiðandinn Mattel hefur hafið framleiðslu á Barbie dúkkum með Down‘s heilkenni. Þykir þetta brjóta blað í sögu fyrirtækisins enda er dúkkan sú fyrsta sem á að vera með andlega fötlun. Framleiðandinn hannaði dúkkuna í samvinnu við Down‘s félag Bandaríkjanna.

Mattel gaf fyrst út Barbie dúkku með fötlun árið 1997 þegar „Share a Smile Becky“ kom á markað en hún var í hjólastól. Árið 2016 gaf Mattel út línu af dúkkum að mismunandi vaxtarlagi en áður hafði dúkkan einungis verið hávaxin og mittisgrönn. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir að hafa neikvæð áhrif á líkamsýmind ungra stúlkna með óraunsærri líkamsbyggingu Barbie dúkkunnar.

Mattel hóf auglýsinga samstarf við bresku fyrirsætuna Ellie Goldstein en hún er sjálf með Down‘s heilkenni.

„Ég er svo glöð að þessu dúkka sé komin á markaðinn. Fjölbreytileikinn er svo mikilvægur, fólk verður að sjá aðra sem eru eins og ég. Við viljum ekki vera falin frá alheiminum,“ sagði Ellie.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -