Lögregla fékk tilkynningu um vopnað rán í verslun í Hlíðahverfi í Reykjavík. Ræninginn ógnaði starfsmanni með hníf og tók af stað með tvö karton af sígarettum. Tóbakið færði hann síðaj heimilislausum konum í Konukoti að gjöf. Lögregla segir málið vera upplýst. Í sama hverfi var ekið á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli. Ökumaður bílsins hvarf af vettvangi. Lögreglan hefur í mörgu að snúast þegar kemur að rafmagnshlaupahjólum en tilkynnt var um einstakling sem féll af einu slíku í Garðabæ. Ekki slasaðist hann þó alvarlega en er sagður verkjaður bæði í baki og öxl.