Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Maðurinn var eftirlýstur og faldi hnífa innanklæða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þremur rafmagnshlaupahjólum var stolið úr starfsmannaaðstöðu verslunar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglu var  gert viðvart og rannsakar nú málið. Síðar um kvöldið var lögregla kölluð út vegna umferðaróhapps í sama hverfi. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar ók af vettvagi en stuttu síðar náði lögregla tali af meintum ökumanni sem verður kærður.

Lögregla handtók karlmann um klukkan fjögur í nótt en hafði hann haldið vöku fyrir íbúum í fjölbýlishúsi alla nóttina. Maðurinn býr sjálfur í húsinu og hafði hann öskrað, skellt hurðum, spilað tónlist hátt, grýtt matarleifum á stigagangi og ónáðað nágranna sína með endalausum ferðum fram á stigagang. Segir í dagbók lögreglu að maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa.

Maður var fluttur á sjúkrahús eftir slagsmál milli tveggja aðila. Sá sem þurfti aðhlynningu var með áverka eftir eggvopn. Þá barst lögreglu tilkynning um aðila sem var gómaður við það að stela hnífum úr verslun og fela þá innan klæða. Lögregla fór á vettvang og handtók manninn en við handtöku kom í ljós að hann var eftirlýstur fyrir annað brot fyrr um daginn. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvert fyrra brot mannsins var en var hann látinn gista í fangageymslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -