Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Páll gerir stólpagrín að jeppamönnum: „Útivist með aðstoð vélknúinna tækja er óskiljanleg froða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður skaut fast á jeppafólk á Facebook í dag.

Páll, sem er leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands finnst lítið til koma mótmæla jeppafólks við friðun Þjórsárdals en þau sendu inn umsögn sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Þar er haldið fram að framsetning friðunartillögunnar sýni „andúð í garð þeirra sem stunda útivist á hálendinu með aðstoð vélknúinna tækja.“ Páll gerir stólpagrín að umsögninni og rífur hana í raun í sundur með háði.

Færslu Páls Ásgeirs má lesa hér:

„“Við mótmælum þessari framsetningu harðlega og teljum þetta afhjúpa andúð í garð þeirra sem stunda útivist á hálendinu með aðstoð vélknúinna tækja.“ Ég rakst á þetta á vef Umhverfisstofnunar í umsögn frá jeppamönnum sem eru andvígir friðun Þjórsárdals. Til þess að stunda útivist þarf að vera úti undir berum himni. Sá sem ferðast akandi-lokaður inni í bíl er ekki að stunda útivist-heldur er á ferðalagi. „Útivist með aðstoð vélknúinna tækja“ er óskiljanleg froða-eiginlega þversögn. Sá sem horfir á náttúruna gegnum bílrúðu í heitum blæstri frá miðstöðinni með þungarokk í eyrunum getur alveg eins verið heima í sófanum að horfa á gamla Stikluþætti í sjónvarpinu. Svo þegar hann fer út á svalir að reykja þá getur hann sagst vera „að stunda útivist.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -