Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Magnús Aron hlaut 16 ára fangelsisdóm – Sterkur grunur um einhverfu eða persónuleikaröskun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Magnús Aron Magnússon í 16 ára fangelsisvist fyrir manndráp af ásetningi, í dag. Var hann sakfelldur fyrir að hafa banað Gylfa Bergmanni Heimissyni í júní á síðasta ári.

Samkvæmt Vísi var Magnúsi einnig gert að greiða bætur upp á rúmar þrjátíu milljónir króna til föður, systkina og barna Gylfa. Hæstu einstöku bætur til barns, voru dæmdar upp á rúmar 10 milljónir króna.

Saksóknari málsins, Arnþrúður Þórarinsdóttir segir að dómurinn hafi verið eftir væntingum.„Þetta var eft­ir því sem sak­sókn­ari lagði upp með. Bæði hvað varðar um hvaða brot er að ræða. Mann­dráp af ásetn­ingi og líka varðandi refsi­lengd­ina,“ seg­ir Arnþrúður.

Neitaði Magnús Aron sök í málinu en verjandi hans fór fram á að hann yrði einungis dæmdur fyrir líkamsárás sem leiddi til andláts.

Dánarorsök Gylfa voru af völdum heilablæðingar sem og áverka á andliti sem torvelduðu öndun. Læknar gáfu skýrslu fyrir dóminum og lýstu árásinni sem því ofsafyllsta sem sést í árásum þar sem ekkert áhald er brúkað.

Dómskvaddir geðlæknar gerðu grein fyrir mati sínu á Magnúsi við aðalmeðferð málsins en var hann metinn sakhæfur. Geðlæknarnir sögðu þó að sterkur grunur léki á um að hann væri á einhverfurófinu eða að hann hafi þróað með sér persónuleikaröskun vegna ofbeldis og vanrækslu í æsku. Reynt var að svara því í réttarhöldunum, hvort refsing myndi bera árangur sökum þeirra áskorana sem Magnús Aron glímdi við en geðlæknarnir voru sammála um að hegðun hans hefði skánað í fangelsinu.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -