Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata biðlar til stjórnvalda um að stíga varlega til jarðar í aðgerðum gegn ópíóíðafaraldrinum í landinu.
Ópíóíóðafaraldurinn sem nú geysar á Íslandi og víðar hefur ekki farið framhjá neinum sem les fréttir en Mannlíf fjallaði ítarlega um slíkan faraldur strax í september í fyrra. Lenya Rún skrifaði færslu í dag á Twitter þar sem hún grátbað stjórnvöld um að fara varlega í aðgerðum sínum gegn faraldrinum og hafa skaðaminnkandi nálgun að leiðarljósi.
Færsluna má lesa hér:
„Ég grátbið stjórnvöld um að stíga varlega til jarðar í aðgerðum sínum gegn ópíóðafaraldrinum og hafa skaðaminnkandi nálgun að leiðarljósi frekar en harðari refsistefnu og bönn sem skila ekki tilætluðum árangri. Byrjum á að efla forvarnir, snemminngrip og úrræðin sem eru í boði.“