Lögreglu barst tilkynning um fólk sem reifst heiftarlega eftir að til handalögmála hafði komið. Þegar lögregla kom á vettvang var fólkið hvergi sjáanlegt og enginn á staðnum sem hafði óskað eftir aðstoð. Skömmu síðar var tilkynnt um ölvaðan aðila sem lá ósjálfbjarga í götunni. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn farinn og fannst hann hvergi. Þá tók maður upp á því að öskra fyrir framan veitingarstað með tilheyrandi ónæði. Lögregla ræddi við manninn sem lofaði að hætta og haga sér vel.
Í Kópavogi hafði íbúi samband við lögreglu og kvartaði vegna samkvæmishávaða úr íbúð. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að maðurinn hafði verið að horfa á sjónvapið. Var hann því beðinn um að lækka í tækinu. Síðar um kvöldið fór lögregla á vettvang þar sem tilkynnt hafði verð um innbrotsþjóf. Lögregla fann meintan þjóf sem var í mjög annarlegu ástandi. Var hann því handtekinn og látinn gista í fangaklefa lögreglu.