Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir frá því á Facebook að hann hafi verið staðinn að því að koma á reiðhjóli í vinnuna. Það hafi vakið athygli og tortryggni samstarfsmanna.
„Ég sór við almættið að ég hefði ekki verið sviptur ökuréttindum. Áhyggjur samstarfsmanna voru ekki þær heldur bentu þau á að síðmiðaldra menn í yfirvikt væru ekki á kvenmannshjólum með körfu að framan nema verulegar breytingar stæðu fyrir dyrum, skrifar hann.
Fæstum dylst að Brynjar hefur þarna örlög Sigmars Vilhjálmssonar athafnamanns í flimtingum. Sá boðaði breyttan lífsstíl með því að leggja bifreið sinni en lét þess ógetið að ölvunarakstur lægi að baki. Sigmar hefur nú tilkynnt að hann sé tímabundið orðinn vegan. Ekki er vitað til þess að hann hafi verið þvingaður til þess …